Hugsnið okkar gefur vísbendingu um hvernig við hneigjumst til að eiga samskipti, stjórna, læra, kenna, leiða, leysa vandamál, taka ákvarðanir og mynda sambönd og margar fleiri hliðar lífsins. Kostirnir sem fylgja því að skilja þitt eigið hugsnið eru m.a. að þú myndar betri tengsl, ert virkari þátttakandi í teymisvinnu og tekur skynsamlegar og viðeigandi ákvarðanir.
Leiðbeiningar fyrir NBI-greiningu eru hér.
við komum fram við aðra
við stundum viðskipti
við eigum samskipti
við leysum vandamál
við kjósum að forgangsraða
við myndum tengsl
Ríkjandi blá (L1) hugsun snýst í hnotskurn um að
halda sig við kjarna málsins og hafa sitt á hreinu
vera nákvæmur og greinandi
vera röklegur og horfast í auga við staðreyndir
vera hlutlegur og láta ekki tilfinningar þvælast fyrir sér
ástunda vísindaleg, einbeitt og öguð vinnubrögð
greina öll gögn og komast þannig að rótum vandans
hafa skynsemina ávalt að leiðarljósi
vera gagnrýninn og hreinskilinn
vera jarðbundinn og raunsær
átta sig á því að molar eru líka brauð (smámunasamur)
reikna, mæla, vega og meta
Ríkjandi græn (L2) hugsun snýst í hnotskurn um að
viðhalda öryggi sínu í öllum myndum
fara gætilega, eitt skref í einu og gera hlutina í réttri röð
vera árangurs og verkefnadrifinn
halda í hefðirnar - að breyta ekki bara breytinganna vegna
vera skipulagður og halda yfirsýn
vera snyrtilegur og hafa allt í röð og reglu
láta ekki glepjast - vera staðfastur
vera stundvís og bera virðingu fyrir tíma annarra
fara ekki af stað nema öll smáatriði séu á hreinu (vera ítarlegur)
leggja áherslu á framkvæmda-, verk- og kostnaðaráætlanir
Ríkjandi rauð (R2) hugsun snýst í hnotskurn um að
láta sér lynda við annað fólk - vera félagslyndur
sýna virðingu og hlýju í framkomu við aðra
nota virka hlustun, hlusta eftir því sem ekki er sagt
eiga auðvelt með að afla sér fylgjenda
hafa stemminguna góða og andrúmsloftið létt
hafa hugrekki til að viðurkenna og vinna með tilfinningar
vera óhræddur við nánd og snertingu
hafa persónuleg gildi að leiðarljósi
nýta innsæi sitt og næmni fyrir liðan annarra
bera virðingu fyrir fjölbreytileika fólks
Ríkjandi gul (R1) hugsun snýst í hnotskurn um að
vera fjáls og fyrirbyggja stöðnun
hugsa út fyrir kassann og gera tilraunir með nýjar aðferðir
sjá hlutina með annarra augum
skapa og leyfa listrænum hæfileikum að njóta sín
hafa mörg járn í eldinum
vera ráðsnjall og kænn - koma fram með nýjar lausnir á gömlum vandamálum
sjá fram í tímann
leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín
vera óhræddur við að samþætta ólíkar hugmyndir
skoða heildarmyndina